Skilmálar

Almennt

Með kaupum á vörum á cosi.is samþykkir viðskiptpavinur viðskiptaskilmála þá er hér fara. skilmálar þessir teljast samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.

Vöruverð

Öll verð er birtast á vefsíðunni eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti. Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.Vinsamlega athugið að vöruverð getur breyst án fyrirvara.  COSI ICELAND áskilur sér þann rétt að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð.

Afhending

Vörur eru afhentar til flutningsaðila 1-3 dögum eftir að pöntun hefur borist. Ef um sérpöntunarvörur er að ræða mun COSI tilkynna kaupanda áætlaðan afhendingartíma. Hægt er að sækja vörur á lager hjá okkur á virkum dögum milli 9:00-16:00 eða eftir samkomulagi eða fá þær sendar með Pósti. 

Greiðsla og sendingarkostnaður

Greitt er fyrir vöruna í gegnum heimasíðu cosi.is. Hægt er að greiða með debet og kreditkortum. Ef greitt er með kredit eða debetkortum er greitt í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd. Korthafi er fluttur á viðeigandi vef þegar kemur að greiðslu. Greiðslur með kredit- og debetkortum eiga sér stað í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Rapyd þar sem kortaupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram.

Gallaðar vörur

Ef viðskiptavinur fær gallaða vöru verður henni skipt út fyrir nýja vöru vðskiptavini að kostnaðarlausu.

Vöruskil

Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá pöntun. Varan þarf að vera ónotuð og í upphaflegri pakkningu. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneingarnóta eftir að varan er móttekin. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið cosiiceland@gmail.com ef óskað er eftir skil á vöru.

 Upplýsingar um vöru

Veittar eru upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Allar birtingar eru með fyrirvara um innsláttarvillur í texta eða á myndum.

Sérpantanir

Stærri vörur á vefsíðu cosi.is eru fáanlegar sem sérpöntunarvara. Verði á þeim vörum geta breyst eftir flutningskostnaði erlendis frá t.d. ef óskað er eftir hraðsendingu. Samráð verður haft við viðskiptavin um verð. Sérpöntunarvörum fæst ekki skilað.

Óhöpp við notkun vörunnar

Cosi áskilur sér rétt á að taka ekki ábyrgð á notkun viðskitpavinar á keyptum vörum síðunnar. Ef röng meðferð er á vörunni eða  notkun vörunnar er það alfarið á ábyrgð viðskiptavinarins. Leiðbeiningar fyrir vöruna fylgja með vörunni á ensku. Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar á heimasíðu cosi.is

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

Með því að skrá þig á póstlista hjá COSI ICELAND samþykkir þú að fá sendar upplýsingar um nýjar vörur og tilboð. Netföngin eru trúnaðarupplýsingar og eru undir engum kringumstæðum afhent þriðja aðila. Óski viðskiptavinur eftir að vera tekinn af póstlista skal fylgja leiðbeiningunum neðst í emailinu eða senda email á cosiiceland@gmail.com

COSI ICELAND áskilur sér þann rétt að breyta þessum skilmálum hvenær sem er.

COSI ICELAND ehf.
Kársnesbraut 100
200 Kópavogur

 Kt: 510422 1550 

 

cosiiceland@gmail.com